top of page

Fermingar tilboð 2 - Kaka, marengs terta, Rice turn & Brauðterta

72.650 kr.
Tilboð
was 85.470 kr. spara 15%
Byrjaðu á að segja okkur litaþemað í veislunni?
Sláðu inn þinn texta
Stærð köku
Kökubotnar
Veljið
Krem
Veljið
Fylling
Veljið
Viltu hafa okkar bragðgóða sykurmassa yfir?
Texti á köku...
Hér er hægt að skrá áletrun á köku eða texta á köku skilti...
Sláðu inn þinn texta
Lýsing á útliti...
Sláðu inn þinn texta
Mynd til útskýringar...
Veldu marengs
Marengs terta - fylling 1
Veljið
Marengs terta - fylling 2
Veljið
Bráð yfir marengs tertu
Veldu Rice Krispies turn
Viltu fyllingu inn í Rice Krispies turninn?
Veldu salat í brauðtertuna
Heimsending & trygging
Skreyting fyrir turn
Veljið
1
Vista þessa vöru
Deila þessari vöru með vinum

Fermingar tilboð 2 - Kaka, marengs terta, Rice turn & Brauðterta

Vörulýsing

--- Vinsamlegsat athugið að allra minnsti fyrirvari pantanna á þessari vöru eru 10 sólarhringar með fyrirvara um laus pláss---

Allt sem þú þarft á veislu borðið! Gerðu veisluna ógleymanlega með glæsilegum og bragðgóðum veitingum.
Þessi pakki inniheldur eftirfarandi:

  • Tveggja hæða kaka - 20, 25, 30, 35 eða 40 manna
  • Marengs terta - 30 manna
  • Rice krispies turn hvítur eða brúnn Mars - 25/30 eða 35/40 manna
  • Brauðterta - 30 manna


Brauðterta

Brauðtertur eru gómsætar & klassískar á veisluborðið, eins er alveg nauðsynlegt að hafa líka eitthvað ósætt á veisluborðinu.

Terturnar okkar koma vel skreyttar að okkar hætti, ef þú hefur sérstaka hugmynd að skreytingu er vel hægt að skoða það.


Rice Krispies turn

Rice Krispies turn er sígildur á veisluborðið og vinsælli fyrir unga fólkið en klassísku kransa kökurnar.

Turnin kemur eingöngu í einni stærð en hægt er að fá fyllta turna með Rice Krispie bitum og hentar þar af leiðandi fyrir fleira fólk.

Hægt er að velja um hvítan eða Mars turn & ýmsar skreytingar.

Marengs terta

Rjóma tertur af öllum gerðum eru alltaf klassískar á veisluborðum landsmanna, hvort sem þú vilt halda í gamlar hefðir eða prófa eitthvað nýtt og spennandi.

  • Tveir marengs botnar með rjóma á milli
  • Val um 2 fyllingar s.s. ávexti eða sælgæti
  • Bráð yfir & skreyttur með því sem valið er.

KAKAN

Tveggja hæða kökurnar okkar eru á tvær kökur ofaná hvor annari með stoðum og platta á milli. Kökubotnarnir eru þunnt skornir á 4-6 dásamlegum lögum með kremi á milli hæða
(fjöldi laga fer eftir stærð sem valin er) og fyllingu inn á milli sé þess óskað.

Kökurnar okkar eru bakaðar með okkar eigin uppskriftum úr hágæða hráefnum og eru flest kremin á listanum gerð með yndislegu, silki mjúku smjörkremi sem inniheldur m.a. íslenskt smjör og bræddan sykur sem kemur út í mjúkri áferð annað en klassíska smjörkremið með flórsykrinum sem íslendingar hafa vanist.

**Ath. ávaxta kremin okkar eru gerð með bragðefnum, sé óskað eftir ekta ávöxtum mælum við með curd eða ferskum ávöxtum í fyllingu ásamt t.d. vanillu kremi**

Innifalið í grunn verðinu getur t.d. verið:
- Sprautaðir krem toppar/rósettur
- Súkkulaði dripp (lekur niður kökuna, hægt að fá litað)
- Áletrun
- 3-4 makkarónur
- Alskonar sprinkles
- Ásetning á blómum eða dóti sem komið er með
- Einfaldar skreytingar


Ath. Ef beðið er um flóknar skreytingar og aukahluti, s.s. karaktera, logo eða þ.h. getur auka kostnaður bæst við.
Auka kostnaður er reiknaður í þrepum og fer eftir tímalengd vinnu við skreytingarnar.
1. þrep - 2.500 kr. 2. þrep - 5.000 kr. 3. þrep 7.500 kr. og svo framvegis.
Sérhannað kökuskilti með nafni er á 2500 kr.

Þú færð sent tilboð til baka með loka verði pantannar til staðfestingar.
Innsend pöntun er ekki staðfesting á að pöntun verði framkvæmd heldur munum við hafa samband í tölvupósti og pöntunin verður formlega staðfest þegar staðfestingargjald berst - 50% af heildarverði pantanar.


Fyrir frekari upplýsingar endilega kíktu á spurt&svarað, ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að ekki hika við að hafa samband eða bóka tíma í ráðgjöf.


Vegan - mjólkur- og eggjalaust

Við bjóðum upp á vegan/mjólkur-eggja lausa súkkulaðibotna. Flest kremin er hægt að gera mjólkur og eggjalaus/vegan en stjörnumerkt krem og fyllingar innihalda mjólkurvörur/egg/dýraafurðir og er EKKI hægt að gera vegan.
Sykurmassinn okkar inniheldur gelatín og er því ekki vegan.

Ef um ofnæmi er að ræða þarf alltaf að taka það fram svo við vitum það fyrir víst.

bottom of page