top of page

Fermingar tilboð 3 - Marengs stafur, Rice turn, Brauðterta & marengs bar

68.690 kr.
Tilboð
was 78.480 kr. spara 12%
Byrjaðu á að segja okkur litaþemað í veislunni?
Sláðu inn þinn texta
Marengs stafur - fylling 1
Veljið
Marengs stafur - fylling 2
Veljið
Bráð á milli í marengs staf
Skráðu bókstaf / tölustaf
Sláðu inn þinn texta
Gerð á Rice Krispies turni
Fylling í Rice Krispies turn
Veljið
Veldu skreytingu á Rice Krispies turnin
Veldu salat á brauðtertu
Fjöldi marengs toppa samtals
Veldu allt að 10 bragðtegundir fyrir marengs toppana
Heimsending & trygging
1
Vista þessa vöru
Deila þessari vöru með vinum

Fermingar tilboð 3 - Marengs stafur, Rice turn, Brauðterta & marengs bar

Vörulýsing

--- Vinsamlegsat athugið að allra minnsti fyrirvari pantanna á þessari vöru eru 10 sólarhringar með fyrirvara um laus pláss---

Allt sem þú þarft á veislu borðið! Gerðu veisluna ógleymanlega með glæsilegum og bragðgóðum veitingum.
Þessi pakki inniheldur eftirfarandi:

  • Skreyttur Marengs stafur - u.þ.b. 25-30 manna
  • Rice Krispies turn hvítur eða brúnn Mars - 25/30 eða 35/40 manna
  • Brauðterta - 30 manna
  • Marengs bar - 25, 30, 35 eða 40 manna


Marengs bar

Marengs topparnir eru frábær viðbót við veisluna þína. Undanfarin ár hefur tíðkast að vera með nammi bar í veislum en nú er hægt að taka nammibarinn á skemmtilegra stig með marengs bar!

Hægt er að velja úrval af bragðtegundum og því fleiri tegundir, því litríkari verður barinn!

Topparnir eru eins og einn munn biti á stærð og við mælum með að reikna með t.d.10 toppum á mann eða allavega 1-2 af hverri sort, en auðvitað verður hver og einn að meta sína veislu.

T.d. væri sniðugt fyrir 300 manna veislu að vera með samtals 300 toppa og kannski 10 bragðtegundir.

Rice Krispies turn

Rice Krispies turn er sígildur á veisluborðið og vinsælli fyrir unga fólkið en klassísku kransa kökurnar.

Turnin kemur eingöngu í einni stærð en hægt er að fá fyllta turna með Rice Krispie bitum og hentar þar af leiðandi fyrir fleira fólk.

Hægt er að velja um hvítan eða Mars turn & ýmsar skreytingar.

Skreyttur marengs stafur

Hvort sem það er bókstafur eða tölustafur, þá er þetta skemmtileg & persónuleg viðbót við veisluna þína, og að sjálfsögðu þurfa allar veislur marengs tertur!

Hvítur marengs skreyttur að ofan með sprautuðum rjóma, makkarónum, marengs toppum og alskonar góðgæti í þeim litum sem óskað er eftir.

Hver stafur inniheldur:

  • Tvo marengs botna
  • Þeyttan rjóma, sprautaðan í doppur
  • Tvær gerðir af fyllingu
  • Val um súkkulaði eða karamellu bráð inn í

Brauðterta

Brauðtertur eru gómsætar & klassískar á veisluborðið, eins er alveg nauðsynlegt að hafa líka eitthvað ósætt á veisluborðinu.

Terturnar okkar koma vel skreyttar að okkar hætti, ef þú hefur sérstaka hugmynd að skreytingu er vel hægt að skoða það.

bottom of page